Hvað er Corten Stál?
Corten stál (S355J2WP) er stálblanda með króm, nikkel, mangan og fleiri málmtegundum, ekki síst er það blandað með u.þ.b. 1% kopar.
Þessi blanda gefur stálinu þann eiginleika að það myndar riðhúð á ysta lag málmsins sem ver stálið og nánast stöðvar tæringu.
Einnig er Corten stál um 35% sterkara en venjulegt stál. Það er nýtt í ýmis mannvirki svo sem gáma, klæðningar á hús og önnur mannvirki sem þurfa að þola erfið tæringarskilyrði og vera viðhaldslítil.
Til gamans má nefna að Gámur úr corten stáli, sem er í stöðugri notkun úti á sjó þar sem selta og raki er allsráðandi, endist að lágmarki 20 ár og töluvert lengur ef hann er ekki á sjó.
Eldstæði úr Corten-stáli ætti því að endast þér í 20 ár að lágmarki. Ef það er svo tekið inn á veturnar og borin á það olía mun endingin aukast töluvert.
